Veggjatítla (Anobium punctatum)

Undanfarin misseri hefur veggjatítla hlotið meiri athygli hér á landi en nokkru sinni, þó viðbúið sé að meira hafi verið um hana í gömlum, lélegum húsum hér áður fyrr. Upphaf þessarar auknu athygli má rekja til haustsins 1997, þegar uppgötvaðist alvarleg veggjatítlusýking í húsi í Hafnarfirði sem leiddi til þess að það var fjarlægt af grunni og brennt, með tilheyrandi athygli fjölmiðla. Í kjölfarið fylgdi málarekstur fyrir dómstólum. Á síðustu vikum hafa nokkrar fyrirspurnir borist NÍ um veggjatítlur og er þessum fróðleik ætlað að veita nokkur svör við algengustu spurningunum.


Útbreiðsla
Veggjatítla er útbreidd um alla Evrópu og hefur auk þess borist til Grænlands og náð fótfestu í austanverðri N-Ameríku. Sennilega er þó um mun víðfeðmari útbreiðslu að ræða. Á norðurslóðum þrífst tegundin illa úti í náttúrunni og hefst þar fyrst og fremst við í trjáviði í húsbyggingum og húsgögnum.


Lýsing
Fullorðnar bjöllur eru einlitar brúnar, staflaga, nokkuð breytilegar að stærð (hérlendis 2,8-4,8 mm). Skjaldvængir eru tiltölulega langir, jafnbreiðir fram og aftur, hálsskjöldur er mjórri og kýldur upp í kryppu aftan til. Haus er kýttur inn undir hálsskjöldinn. Áberandi rákir með röð holupytta liggja langs eftir skjaldvængjunum, en undir þeim eru samanbrotnir flugvængir sem bjöllurnar geta gripið til á góðum stundum. Lirfurnar eru ljósir, linir, krepptir, fótstuttir ormar með harða, dekkri höfuðskel, fullvaxnar um 5-6 mm langar.


Lífsferill og lífsskilyrði
Hefja skal frásögn á því að bjöllur klekjast á sumrin úr púpum inni í viðnum. Það gerist í mestum mæli í lok júní og fyrri hluta júlí. Þær grafa sig út á yfirborðið en við það myndast borgöt á viðinn sem eru um 1-2 mm í þvermál. Þar skríða þær um og fljúga jafnvel einhvern spöl í leit að nýjum lendum að leggja undir sig. Á flakkinu leita þær gjarnan í birtu og safnast þá stundum fyrir í gluggum.

Bjöllurnar eru tiltölulega skammlífar og lifa vart lengur en í tvær vikur. Á þeim tíma ná þær að makast og kvendýrin að verpa 20-60 eggjum, sem þau koma fyrir í götum eða sprungum í viðnum. Bjöllurnar verpa þó eingöngu í við með tiltölulega hátt rakastig. Eggin klekjast á 3-4 vikum og litlu lirfurnar éta sig inn í viðinn. Það tekur þær langan tíma að vaxa upp og ræðst það mjög af ríkjandi aðstæðum, einkum viðartegund, raka og hita. Heimildum ber ekki saman um það hversu lengi lirfurnar eru að vaxa upp. Sumar gefa upp 2-3 ár en fullt eins líklegt er að miða megi við mun lengri tíma eða 4-8 ár. Veggjatítla leggst á ýmsar viðartegundir, bæði barrtré og lauftré, en hraðast gengur uppvöxtur lirfanna fyrir sig í furu, víði og hesli. Kjörhiti lirfa er 22-23°C en við hita yfir 28°C þrífast þær ekki. Þær þrífast hins vegar ágætlega við lægra hitastig en þá hægir þó verulega á vaxtarhraða og vöxtur stöðvast alveg við 14°C. Loftraki hefur afgerandi þýðingu, en beint samband er milli hans og vatnsinnihalds viðarins. Hagstæðust skilyrði skapast við 30% raka í viðnum, sem samsvarar 100% loftraka. Falli rakastig viðarins niður fyrir 11% stöðvast vöxtur lirfanna. Í húsnæði sem kynt er eðlilega allan ársins hring er rakastig viðar aðeins 6-10%. Við þau skilyrði þrífast veggjatítlur engan veginn. Í gömlum timburhúsum má þó oft finna staði þar sem veggjatítlur geta lifað góðu lífi og eru það einkum staðir sem húshitunin nær ekki til, t.d. á háaloftum, í kjöllurum og útveggjum. Oft tengist það vatnsleka, t.d. þar sem bárujárnsklæðningu hefur ekki verið viðhaldið, þar sem lekið hefur með skorsteini, gluggakörmum o.s.frv. Einnig getur verið raki í viði út frá vatnsleka frá vöskum, baðaðstöðu og salernisskálum. Slíkar aðstæður geta verið staðbundnar og þannig að sýking nær ekki inn í heilbrigða og þurra viði. Ef hiti og rakastig eru hagstæð geta veggjatítlur lagst á allskyns tréverk, t.d. stoðir, þilplötur, spónaplötur, tágakörfur og jafnvel bækur sem geymdar hafa verið við slæmar aðstæður og ekki hreyfðar lengi.

Í uppvextinum éta lirfurnar sig hægt og bítandi í gegnum viðinn og við það myndast gangar fram og til baka inni í honum. Þegar lirfurnar éta ganga ómeltar leifar aftur af þeim og mynda mjög fínan hvítan salla sem sáldrast gjarnan út um borgötin sem fullorðnu dýrin hafa gert þar sem mikil umferð er á bak við. Þar sem veggjatítlur hafa hafst við óáreittar í langan tíma verða ummerki augljós, þ.e. yfirborðið alsett borgötum líkt og skotið hafi verið á það með fínum haglaskotum og dufthrúgur undir götunum. Í mörgum gömlum húsum má merkja gömul ummerki eftir veggjatítlur sem hafa horfið vegna breyttra aðstæðna, þ.e. viðgerðir hafa tekist vel leitt til þess að viðir hafa þornað og orðið óhæfir fyrir veggjatítlur. Langtíma atlaga veggjatítlna getur veikt burðarvirki húsa og þar með valdið alvarlegum skaða og miklu fjárhagslegu tjóni.

Þegar lirfurnar hafa loks náð fullum vexti púpa þær sig og bjöllur skríða síðan úr þeim að u.þ.b. tveim vikum liðnum og lýkur þar að segja frá lífsferlinum.


Hvað er til ráða?

Það er úr vöndu að ráða þegar ráðleggja skal um aðgerðir til að komast fyrir veggjatítlur í húsum. Af ofanskráðu má þó lesa að allt ræðst þetta af aðstæðum. Það er því nokkuð ljóst að fyrsta skrefið er ávallt að reyna að meta útbreiðslu kvikindanna í húsinu. Þar kæmi sér án efa best að hafa aðgang að útsjónarsömum tré- eða húsasmið sem kannar ástand hússins, skoðar hugsanlega leka og mælir rakastig timbursins. Einnig má slá á útbreiðsluna með því að kortleggja borgötin, en þó ber að hafa í huga að einnig getur verið um að ræða gömul ummerki. Ekki eru þó allir viðir húsa aðgengilegir og verða því vart metnir á þennan hátt. Þess má geta að ef mikið er um að vera undir yfirborði má stundum heyra atganginn með því að leggja eyra við þil.

Ef vinna skal bug á veggjatítlum í húsum er það grundvallaratriði að uppræta þau skilyrði sem gerir þeim kleift að dafna. Mikilvægast er að útiloka rakann með öllum tiltækum ráðum og þurrka upp viðina. Í sumum tilfellum getur reynst óhjákvæmilegt að endurnýja viði og getur jafnvel verið nauðsynlegt að ganga nokkuð langt í þeim efnum. Hvert sýkt hús er í raun tilfelli fyrir sig sem þarf að meta og er því ekki hægt að gefa eina einhlíta uppskrift að aðgerðum. Engar líkur eru til þess að eitursvæling dugi gegn kvikindunum, þó vissulega megi slá á fjölda fullorðinna bjallna með því að eitra á athafnatíma þeirra og þar með minnka varpið. En eitrið er ekki líklegt til að ná til lirfanna undir yfirborði. Þar væri að vænta meiri árangurs af notkun þunnfljótandi viðarvarnar sem viðurinn drekkur í sig. Allar þessar aðgerðir samanlagðar, þ.e. mat vandans, lekaviðgerðir, loftræsting og þurrkun, eitrun á miðju sumri, viðarvörn (2-3 sinnum), gætu mögulega dugað til að uppræta vandann, en allt ræðst það af því hversu alvarleg sýkingin er orðin. Ljóst er að ganga verður mjög skipulega til verks og byrgja sig upp af þolinmæði. Ef hægt er að koma við mikilli upphitun má e.t.v. stytta tímann til fullnaðarsigurs. Við 55°C drepast veggjatítlurnar á skömmum tíma, en við lægri hita þarf nokkuð lengri tíma, t.d. 2,5 klst við 46°C.

Erlendis eiga veggjatítlur sér náttúrulega óvini, bæði sníkjuvespur og bjöllur sem ráðast til atlögu gegn lirfunum. Þær tegundir er ekki að finna hérlendis.

FURNITURE BEETLE( Anobium punctatum)
This cylindrical shaped beetle (also called powder-post beetle by some) is reddish brown and 1/6 to 1/4 inch (4 - 6 mm) long. It has punctures on the dorsum in longitudinal rows. The last three segments of the antennae are longer than the others.
Food: Wood and reeds. They prefer wood with a high moisture content.
Life Cycle: The adult beetles emerge in the spring, mate and begin laying eggs immediately. Females lay 20 to 60 eggs on bare wood surfaces, or inside previous emergence holes in finished wood. The larvae hatch out in 6 - 10 days and immediately tunnel into the wood. The larval stage will last 2 years, or even up to 3 - 5 years. Furniture beetles pupate near the surface of the wood and chew their way out to mate.

Trap Use and Placement: A pheromone lure is currently unavailable for this wood pest. Insects Limited hopes to synthesize this pheromone by early 2004.

 

Furniture Beetle, Anobium punctatum (De Geer)
The potential for damage from the furniture beetle in the United States is indicated by the estimate made by Hickin (1963a) that at least 50% of the buildings of Great Britain contained an active infestation by this species, and possibly 20% of those built since World War II were infested. In that region, the furniture beetle is the principal species involved in "woodworm" damage - a large portion of the business of pest control operators. The beetle attacks structural timbers, paneling, flooring, and furniture In Germany, it is said to infest "nearly every building," and in New Zealand, it is believed to occur in every house that has been in existence more than 15 years. As the common name implies, the insect commonly infests furniture and other wooden articles.

In the United States, the furniture beetle is widely distributed, but has nowhere attained the importance it has in Europe. It is fairly common in the East, but not along the Pacific Coast, where infestations are usually isolated in imported furnitlire. The species is confined to the temperate regions of the world, and is not likely to become a pest in tropical regions except at high altitudes where the climate may be suitable for its development.

Even in temperate regions where it is well established, the incidence of infestation and the parts of a building infested can be greatly influenced by differences in climate within a small area. Thus, in Norway A. punctatum was found as frequently in attics as in cellars near the coast where summer temperatures were low, whereas relative frequency of infestation in attics decreased with increasing distance from the coast because of increasing summer temperatures, affecting attics more than cellars (Knudsen, 1967).

The furniture beetle attacks only well-seasoned lumber, provided the surface offers ovipositional sites, and it attacks wood only if the bark is removed. Exit holes of this species are never seen in the bark (Hickin, 1963a, b). Oviposition is greatly reduced on normally favored wood if it is finely sandpapered, painted, or varnished, all of which eliminate oviposition sites (Kelsey et al., 1945). According to Hickin (1949), it is rare for softwood to be attacked until about 20 years, and the sapwood of oak about 60 years, after it has been cut. However, exit holes have been found in birch plywood as little as 5 or 6 years after being cut.

Description. The furniture beetle (figure 115, A) is 4 to 6 mm long, cylindrical, reddish brown to dark brown, with longitudinal rows of pits on the elytra. These punctures are clearly visible through the fine, yellowish hairs that cover the beetle. As in all anobiids, the head is not visible from above; this distinguishes adult anobiids from the lyctids. The head has a prominent frontal protuberance, and the antennae are 11-segmented with the last 3 segments enlarged so that the 3 together are longer than the first 8 segments combined (White, 1962).

The grayish-white larva is about 6 mm long. Spinules occur on the first 7 abdominal segments, and are absent on the last 3 segments. On the first 6 segments, the bands (transverse markings) have 2 rows of spinules, and on the seventh segment the band has only a single row. A tubular projection or air tube on each spiracle is about equal to the length of the spiracle itself, and is longer than the projections on the spiracles of other common anobiid larvae. As stated earlier, anobiid larvae differ from lyctid larvae in not having a greatly enlarged posterior spiracle and in leaving 5-segmented legs, the terminal segment with a claw (figure 108). The tunnels formed by the larvae, mostly along with the grain of the wood, are loosely filled with frass. The frass consists of cigar- shaped pellets composed of minute fragments of the chewed wood. In severe infestations, large amounts of frass may be forced out of old exit holes, but "powdering" does not occur to the same extent as with lyctid beetles (Hickin, 1963a).

Life Cycle. Adults emerge in the spring from pupal cells just below the surface of the wood. They mate soon after emergence, and a day later the female lays her eggs in a crack or crevice in the wood (figure 116), in rough end-grain, rough-sawed timber, unplaned wood where the grain is open, or just inside old emergence holes (Hickin, 1963a, b). The eggs are easily seen with the unaided eye, appearing like groups of "oval pearls," but are often slightly deformed when forced into creviccs during deposition (Hickin, 1963). The average number of eggs laid has been reported to be 18 by Kelsey et al. (1945), 28 by Hickin (1963a) and, in the laboratory, 54.8 by Spiller (1964). The eggs ordinarily hatch in 6 to 10 days. Spiller (1949) observed either no hatching or impaired hatching at relative humidities below 60%.

Outdoors, the larvae require about a year for development, and will pupate for 2 to 3 weeks in a cell just below the surface of the wood. Indoors, the life cycle may require 2 to 3 years or more; this may result in a staggering of generations, so that all stages may be found in the wood at any one time. The longer indoor developmental period is presumed to be the resut of a lower moisture content of the wood (N. E. Hickin, correspondence)

Woodworm or common furniture beetle
Order – Coleoptera
Family – Anobiidae
Species – Anobium punctatum

Appearance
Colour varies according to age from light reddish yellow through dark chocolate brown to pitchy-red. The elytra (wing case) show a series of longitudinal rows of dark-coloured marks on each.
Habits
Generally, the adult insects cause little damage and it is the larvae which cause damage which may range from one emergence hole in an artifact to the complete destruction of roof beams. Infestations will survive in cool, damp conditions but do not thrive in very dry conditions and humidities below 50% will prevent serious damage.
Diet
Anobium larvae will attack most wood except sound heart wood but they prefer softwood, non-tropical hardwoods and animal glue plywood. They will even develop in books when the pages are compressed, which is why the larvae are sometimes called bookworms. Books with wooden boards or compressed text-blocks provide a healthy diet for woodworm as the larvae have special yeast cells in their gut wall, which break down cellulose to digestible sugars and provide the larvae with the necessary supplement of vitamins.
Damage
Books stored on woodworm-infested wooden shelves can have eggs laid on them resulting in a complete life cycle being passed within the book.
Reproduction
The female of the adult beetle begins the cycle by laying a batch of up to 80 eggs (0.35–50 mm in length) in cracks and crevices on the surfaces of the timber, frequently the open end grain of sawn timber, that she has chosen as the home for her offspring. The eggs are whitish and acorn-shaped are often laid in groups of two to four.
After two to four weeks the eggs hatch into tiny grubs (larvae) which eat their way into the timber, where they will stay for two or three years, eating and growing, at the same time creating tunnels through the wood, generally along the line of the grain. The gallery or tunnel is made entirely by mandibles of the larva. Larva may grow to 7 mm. Except for the head the skin is soft and varies in colour from creamy-white through greyish-white to yellow. This goes on unnoticed from the outside surface of the timber, but, when the grubs reach maturity they turn towards an outer surface and then go through a metamorphosis change constructing a pupation chamber just below the surface. The length of the pupal stage is between six and eight weeks.

After pupation, the new adult emerges by biting the cap off this chamber, leaving the typical 'woodworm' or 'flight' hole of about 2-3mm diameter. Emergence of the beetles usually takes place during the months of May to August, but this period may be extended in centrally heated property. As soon as the pupae become beetles, their prime objective is to procreate as they only live for a few weeks.

The insect emerging is a small beetle, between 3 and 5 mm in length. As they fly away, wood dust and larval excreta (frass) may fall out of the hole leaving a characteristic sign of active beetle infestation – small piles of fresh dust

Control
Regularly check bindings with wooden boards. If major infestations are discovered which have severely damaged wooden structures then the University Surveyors or outside contractors will need to be consulted. However, check first with the University entymologist at the University Museum of Natural History.


 


Heimildir fengnar af netinu.