Silfurskotta

    

Silfurskottan er aldagömul og flest höfum við kynnst henni einhvern tíma eða heyrt um hana talað. Silfurskottan er eitt algengasta meindýrið í híbýlum manna á Íslandi. Silfurskottan þarf 75-80 % raka eða bleitu til að fjölga sér. Hjá silfurskottuni eru meyfæðingar og þarf því ekki nema eitt kvikindi til að fjölga sér. Silfurskottan leggur ekki egg ef ekki er minnst 75-80 % raki eða bleita og segir það því að eitthvað lekavandamál sé til staðar í húsnæðinu. Algengustu raka og bleitu vandamál eru undir baðkari, sturtubotnum, eldhússkápum, lagnakerfi eða alstað þar sem bleita getur verið til staðar. Ekki er nægjanlegt tíma bundin vanslekatjón í örfáa daga til að skottan leggi egg. Raki og hitastig þarf að vera rétt til að kvikindið leggi egg og fjölgi sér. 

Hambjalla  -  Hambjöllu lirfa

                

Hambjöllu tilfellum fer fjölgandi með ári hverju og finnst í fjölda híbýla og fyrirtækja. Oftast reynist ekki nægjanlegt að þríf vel, svo kall verður til meindýraeyðir til að aðstoð við útrýmingu hambjöllu. Best er að eitra fyrir Hambjöllu seinni part veturs eða í byrjun vors.

Hveitibjalla

Hveitibjall leggur egg í t.d. spagetí, lagsanja, pasta o.þ.h. oft er hægt að finna upptök vandans en sjálfsagt er að hafa samband við meindýraeyðir sem spreyjar eitri í á staði sem erfitt er að þrífa.

Margfætlur

Margfætlur flokkast yfirleitt til útivandamáls og sjaldan mikið vandamál í híbýlum. Ofta er um tíma bundið vandamál að ræða og ekki ástæða til að hafa samband við meindýraeyðir.

Klóakmaur


Klóakmaur finnst oftast á salernum og getur verið mjög kvimleiður. Ekki er ástæða til að eitra fyrir klóakmaur þar sem það er síðusta klukkustundir hans þegar hann er sýnilegur. Verði vart við klóakmaur má örugglega rekja það til þess að klóakskerfið sé farið að gefa sig.

 

Geitungar

Ráðlagt er að hafa samband við meindýraeyði til að fjarlæga geitungabú. Reynið ekki að fjarægja geitungabú ef þið hafið ekki tilheyrandi búnað og þekkingu til verksins.

 

Veggjalús (Bed bug)  

     

        fullvaxta                                         ungviði                                 egg

           

Veggjalús er mjög skæð blóðsuga sem leggst á fólk. Algengast er að hún sjúgi blóð úr fólki á næturnar og er talað um að hún geri það helst á milli klukkan 4:00 og 7:00 þegar fólk er í fasta svefni. Veggjalús var þekkt á Íslandi á árum áður og talið að henni hafi verið útrýmt þá. Núna er þessi plága komin upp aftur um allan heim og þ.m.t. á Íslandi. Algengast er að hún finnist á hótelum og skipti þá litlu hvort er heldur á fínum eða síður lakari hótelum. Erfitt hefur reynst að eitra fyrir henni og þarf fagmenn með sérþekkingu á eiturefnum og ótakmarkaða þolinmæði og útsjónarsemi ef að útrýma á kvikindinu hvort heldur er á hótelum eða heimilum. Meindýraeyðar Varna og Eftirlits hafa sérhæft sig í þessu kvikindi sérstaklega í samvinnu við erlenda meindýraeyða í Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Ef þú lesandi góður grunar að þetta kvikindi sé á heimili þínu þá skaltu ekki hika við að fá okkur á staðin sem fyrst.

(Nánari upplýsingar og greinar er að finna hérna á vinstri hönd undir "annað fróðlegt")


Húskeppur

Húskeppur ar aðallega skaðvaldur á útiplöntum en hann getur þvælst inn í hús, hann gerir engan skaða þar og lifir bara í stutta stund innanhúss. 

Gerfluga

Gerfluga finnst oft þar sem eru opnar vín, bjór eða gosflöskur.

Ávaxtafluga

Ávaxtafluga er algeng í ýmsum grænmeti og ávöxtum.

Bananafluga

Bananafluga ber heitið sitt frá aðalvistuveru sinni.

Ryklús (parketlús)

       

Ryklús (parketlús) er eitt af algengustu kvikindum í mannabústöðum. Ryklýs finnast jafn í nýjum sem gömlum húsum. Yfirleitt borgar sig að fá okkur til að eitra fyrir þessum ófögnuði jafnframt því að gæta að rakastigi inni.